„Af hverju ekki að bæta lísfgæði Blankverja um 12.4%”

– Patrekur Einarsson

Sturlaðar staðreyndir um félagsmenn blanka

 • Einn af hverjum 10

  Félagar í Blanka eru nú um 40.200 talsins. Þetta er auðvitað mikið fagnaðarefni. Ef Blanki væri sjálfstætt ríki, sem er náttúrulega alveg hugmynd, værum við 213. fjölmennara ríki í heimi. Fleiri en íbúar Liechtenstein eða Mónakó en aðeins færri en íbúar til dæmis Þýskalands. Ef hver og einn félagsmaður í Blanka á tíu vini eða fjölskyldumeðlimi gera það 402.000 manns. Fleiri en allir íbúar Íslands. Við getum því svo gott sem fullyrt að allir Íslendingar þekki að minnsta kosti einn félaga í Blanka!

  1 af hverjum 10
 • Til hvers að eiga fyrir óvæntum útgjöldum?

  Greiningardeild Blanka hefur komist að því að innkoman hjá félögum í Blanka er kannski ekki alveg nógu há. Um helmingurinn af félögum í Blanka tekur örorkulífeyri, alls 19.282 í síðasta mánuði. Þar af ráða sex af hverjum tíu ekki við óvænt útgjöld. Nærri 12.000 manns, fleiri en allur Selfoss! Það þýðir að ef bíllinn bilar er ekki hægt að laga hann og þú þarft að labba út um allt. Ef þú missir tönn þarftu bara að hætta að brosa og ef þakið byrjar að leka þarftu bara að kaupa fötu... ...það er að segja ef þú átt þak yfir höfuðið.

  60%
 • Eigum við ekki að gera líf félaga Blanka aðeins betra?

  Þetta er kannski engin óskastaða, enda liggur hagur Blanka í því að félagsfólk hafi það gott og geti leyft sér að leggja smá inn á Blankareikninginn sinn. Blanka finnst ekki nema eðlilegt að tekjur félaga verði hækkaðar um 12,4%. Bara strax.

  12.4%

 • „Sex af hverjum 10 eiga ekki efni á óvæntum útgjöldum. Þetta þarf að laga.”

  – Patrekur Einarsson

  Kreditkort Blanka

  Til að vekja athygli á kjörum félagsmanna Blanka gáfum við út nýju „Blankakortin“. Þau endurspegla raunstöðu tvo þriðju félagsmanna um að geta ekki mætt óvæntum útgjöldum.
  @eggertunnar Skrítið að þeir vildu ekki taka Blanka kortið Samstarf með @blanki.is ♬ original sound - EggertUnnar
  @110ezzi Þetta virkaði sko ekki! (Samstarf með @Blanki ♬ original sound - Ezzi
  @olafurjohann123

  Síðan hvenær virkar pappírskort ekki í hraðbanka?

  ♬ original sound - oli

  Óformlegt samstarf

  Hvað er betra þegar þú opnar nýjan Blanka að koma skilaboðunum að en að varpa því á samkeppnisaðila?
  @eggertunnar LÖGUM ÞETTA NÚNA - Samstarf með @blanki.is ♬ original sound - EggertUnnar
  @110ezzi Þetta var stærsta prank ever! (Samstarf með @Blanki ♬ original sound - Ezzi
  @olafurjohann123

  jæja framdi risa blankarán , hvað get ég gert næst ? Hækkað um 12.4%?

  ♬ original sound - oli

  „Þetta eru rúmlega fjörutíu þúsund manns sem eru félagsmenn Blanka.
  Spáið í því.”

  – Særún Guðjohnsen

  Blankarán

  Eins og nafnið Blanki gefur í skyn höfðum við ekki efni á markaðsefni svo við þurftum að fá markaðsefni í láni með aðlögun að okkar skilaboðum.